Þjóðhátíð er menningararfur og stolt Vestmannaeyinga Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 14:30 Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun