Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju? Ragnar Þór Pétursson skrifar 21. júlí 2021 14:07 Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu. Skömmu fyrir aldamót skrifaði stjörnufræðingurinn og fræðarinn Carl Sagan eftirfarandi um ótta sinn um fyrirsjáanlega þróun bandarísks samfélags (hér lauslega þýtt af mér): „Ég hef illt hugboð um Bandaríkin í tíð barna minna og barnabarna - þegar landið er þjónustu- og upplýsingahagkerfi; þegar nær allar framleiðslugreinar hafa flust til annarra landa; þegar stórkostleg tækni er á forræði fárra og enginn, sem er í forsvari fyrir almannahag, hefur fullan skilning á málefnunum; þegar fólk hefur tapað hæfni til að sjálfsákvörðunar og réttmætra efasemda um þá sem með valdið fara; þegar við höllum okkur taugaveikluð að stjörnuspám eða kristöllum og greiningarhæfni okkar rýrnar svo að við greinum ekki á milli þess sem er satt og hins sem lætur okkur líða vel. Þá rennum við hægt og hljóðalaust aftur inn í hugarfar hjátrúar og myrkurs. Forheimskun Ameríku sést best í hægfara hnignun upplýsingamiðlunar hinna áhrifamiklu fjölmiðla, grípandi 30 sekúndna hendingar (sem nú eru skroppnar niður í 10 sekúndur eða minna), dagskrárgerð sem höfðar til hins lægsta samnefnara, gagnrýnislaus umfjöllun um hjátrú og gervivísindi en sérstaklega einhverskonar tignun fáviskunnar.“ Í sjálfu sér er ekkert nýtt við það að um miðjan aldur fari fólk að óttast um afdrif heimsins í höndum afkomendanna. Heimsósómi er þrástef í dansi kynslóðanna. Þessi orð beinast þó ekki endilega að næstu kynslóð heldur einmitt þeirri kynslóð sem fór með völdin og fer með þau enn og ákvarðar þannig lífskjör komandi kynslóða. Það má eflaust margt finna að æskunni en fjandinn hafi það ef miðaldra fólk og þaðan af eldra ætlar að klína á næstu kynslóð ábyrgðinni á því hve illa er komið fyrir okkur á mörgum sviðum í dag. Í tilefni af stöðunni langar mig að ræða þrennt. Í fyrsta lagi það að líklega sé orðið tímabært að viðurkenna að okkur skortir endanlegar lausnir á ýmsum stærstu áskorunum nútímans. Það skiptir ekki máli hvort horft sé til kórónuveirunnar, loftslagsbreytinga eða hnignunar lýðræðisríkja. Í öllum tilfellum er enn óljóst hvort og hvernig hægt er að afstýra auknum vanda í raun og veru. Það breytir ekki því að við þurfum samt að reyna og beita þeim bestu ráðum á hverjum tíma eins vel og við getum. Sumar af þessum lausnum eru vísindalegar, aðrar ekki. Vísindi eru aðferð en ekki safn af svörum – þau eru oft hægfara og endaslepp en með þrautseigju, þolinmæði og þunga skila þau betri árangri en flestar aðrar leiðir. Í öðru lagi þurfum við að vilja bera bæði ábyrgð á hugsun okkar og hegðun. Umræðan, á Íslandi sérstaklega, hefur mikið til snúist um það hvenær getum aftur farið að haga okkur eins og við viljum. Þegar athafnafrelsi okkar er skert ætlumst við til þess að fá það eins til baka. Þau áföll og erfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir verða að fá okkur til að ígrunda þessi mál, reyna að skilja þau og forðast óraunhæfar væntingar. Óraunhæfar væntingar hafa tilhneigingu til að enda í furðu og gremju. Hér þurfa fjölmiðlar að hjálpa okkur að skilja – en það er ekki nóg. Við verðum að vilja skilja og reyna að skilja. Í þriðja lagi verðum við að átta okkur á því að við erum samábyrg og verðum að færa fórnir. Á síðasta áratug hefur staða loftslagsmála haldið áfram að versna vegna þess að við viljum öll að einhver önnur leysi vandann í stað okkar. Hvað veiruna varðar og næstu vikur hér á Íslandi þá verðum við einfaldlega að finna öruggari leiðir til að njóta lífsins en þær hefðbundnu. Það finnast enn viðkvæmir hópar í íslensku samfélagi sem okkur ber skylda til að verja. Hér má til dæmis nefna fólk sem af heilsufarsástæðum getur ekki þegið bólusetningu. Haustið er tími barnanna og skólanna. Þannig á það að vera. Við, sem samfélag, verðum að gera það sem við getum við að tryggja ungmennum sem eðlilegast líf næsta vetur. Börn geta smitast og eru ekki varin með bóluefni. Faraldurinn hefur þegar bitnað af miklum þunga á ungu fólki og mun halda áfram að gera það nái veiran enn á ný fótfestu. Ég minni líka á að framlínustarfsfólkið í skólunum er mun líklegra en almenningur til að hafa fengið það bóluefni sem minnsta vörn veitir gegn smiti. Yfirvöld verða að verja þessa hópa, börn og starfsfólk skóla, og miða sóttvarnaraðgerðir næstu vikna að því. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu. Skömmu fyrir aldamót skrifaði stjörnufræðingurinn og fræðarinn Carl Sagan eftirfarandi um ótta sinn um fyrirsjáanlega þróun bandarísks samfélags (hér lauslega þýtt af mér): „Ég hef illt hugboð um Bandaríkin í tíð barna minna og barnabarna - þegar landið er þjónustu- og upplýsingahagkerfi; þegar nær allar framleiðslugreinar hafa flust til annarra landa; þegar stórkostleg tækni er á forræði fárra og enginn, sem er í forsvari fyrir almannahag, hefur fullan skilning á málefnunum; þegar fólk hefur tapað hæfni til að sjálfsákvörðunar og réttmætra efasemda um þá sem með valdið fara; þegar við höllum okkur taugaveikluð að stjörnuspám eða kristöllum og greiningarhæfni okkar rýrnar svo að við greinum ekki á milli þess sem er satt og hins sem lætur okkur líða vel. Þá rennum við hægt og hljóðalaust aftur inn í hugarfar hjátrúar og myrkurs. Forheimskun Ameríku sést best í hægfara hnignun upplýsingamiðlunar hinna áhrifamiklu fjölmiðla, grípandi 30 sekúndna hendingar (sem nú eru skroppnar niður í 10 sekúndur eða minna), dagskrárgerð sem höfðar til hins lægsta samnefnara, gagnrýnislaus umfjöllun um hjátrú og gervivísindi en sérstaklega einhverskonar tignun fáviskunnar.“ Í sjálfu sér er ekkert nýtt við það að um miðjan aldur fari fólk að óttast um afdrif heimsins í höndum afkomendanna. Heimsósómi er þrástef í dansi kynslóðanna. Þessi orð beinast þó ekki endilega að næstu kynslóð heldur einmitt þeirri kynslóð sem fór með völdin og fer með þau enn og ákvarðar þannig lífskjör komandi kynslóða. Það má eflaust margt finna að æskunni en fjandinn hafi það ef miðaldra fólk og þaðan af eldra ætlar að klína á næstu kynslóð ábyrgðinni á því hve illa er komið fyrir okkur á mörgum sviðum í dag. Í tilefni af stöðunni langar mig að ræða þrennt. Í fyrsta lagi það að líklega sé orðið tímabært að viðurkenna að okkur skortir endanlegar lausnir á ýmsum stærstu áskorunum nútímans. Það skiptir ekki máli hvort horft sé til kórónuveirunnar, loftslagsbreytinga eða hnignunar lýðræðisríkja. Í öllum tilfellum er enn óljóst hvort og hvernig hægt er að afstýra auknum vanda í raun og veru. Það breytir ekki því að við þurfum samt að reyna og beita þeim bestu ráðum á hverjum tíma eins vel og við getum. Sumar af þessum lausnum eru vísindalegar, aðrar ekki. Vísindi eru aðferð en ekki safn af svörum – þau eru oft hægfara og endaslepp en með þrautseigju, þolinmæði og þunga skila þau betri árangri en flestar aðrar leiðir. Í öðru lagi þurfum við að vilja bera bæði ábyrgð á hugsun okkar og hegðun. Umræðan, á Íslandi sérstaklega, hefur mikið til snúist um það hvenær getum aftur farið að haga okkur eins og við viljum. Þegar athafnafrelsi okkar er skert ætlumst við til þess að fá það eins til baka. Þau áföll og erfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir verða að fá okkur til að ígrunda þessi mál, reyna að skilja þau og forðast óraunhæfar væntingar. Óraunhæfar væntingar hafa tilhneigingu til að enda í furðu og gremju. Hér þurfa fjölmiðlar að hjálpa okkur að skilja – en það er ekki nóg. Við verðum að vilja skilja og reyna að skilja. Í þriðja lagi verðum við að átta okkur á því að við erum samábyrg og verðum að færa fórnir. Á síðasta áratug hefur staða loftslagsmála haldið áfram að versna vegna þess að við viljum öll að einhver önnur leysi vandann í stað okkar. Hvað veiruna varðar og næstu vikur hér á Íslandi þá verðum við einfaldlega að finna öruggari leiðir til að njóta lífsins en þær hefðbundnu. Það finnast enn viðkvæmir hópar í íslensku samfélagi sem okkur ber skylda til að verja. Hér má til dæmis nefna fólk sem af heilsufarsástæðum getur ekki þegið bólusetningu. Haustið er tími barnanna og skólanna. Þannig á það að vera. Við, sem samfélag, verðum að gera það sem við getum við að tryggja ungmennum sem eðlilegast líf næsta vetur. Börn geta smitast og eru ekki varin með bóluefni. Faraldurinn hefur þegar bitnað af miklum þunga á ungu fólki og mun halda áfram að gera það nái veiran enn á ný fótfestu. Ég minni líka á að framlínustarfsfólkið í skólunum er mun líklegra en almenningur til að hafa fengið það bóluefni sem minnsta vörn veitir gegn smiti. Yfirvöld verða að verja þessa hópa, börn og starfsfólk skóla, og miða sóttvarnaraðgerðir næstu vikna að því. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun