Vettel týndi rusl eftir Silverstone kappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 17:15 Skilaboð Sebastians Vettel fóru inn um annað og út um hitt hjá áhorfendum á Silverstone. Hann gerði samt sitt til að halda stúkunni hreinni eftir breska kappaksturinn. getty/Mark Thompson Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel lét hendur standa fram úr ermum eftir breska kappaksturinn í gær og hjálpaði til við að týna rusl á Silverstone. Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Yfir 140 þúsund manns fylgdust með breska kappakstrinum sem fór að venju fram á hinni sögufrægu Silverstone braut. Lewis Hamilton vann umdeildan sigur en þeir Max Verstappen lentu í árekstri á fyrsta hring. Hollendingurinn var afar ósáttur við heimsmeistarann og sakaði hann um vanvirðingu og óíþróttamannslega framkomu. Vettel gekk ekki vel í breska kappakstrinum og þurfti að hætta eftir fjörutíu hringi. Hann fékk ekkert stig, þriðja kappaksturinn í röð. Hann lét samt til sín taka eftir kappaksturinn, setti á hanska og hjálpaði til við að týna rusl í stúkunni. Ekki veitti af enda gengu áhorfendur á Silverstone afar illa um. After a tough race, Sebastian Vettel stayed behind with a group of fans to help the clear-up at Silverstone pic.twitter.com/16EIzzHVAL— Formula 1 (@F1) July 19, 2021 Vettel er mikill umhverfissinni en fyrir breska kappaksturinn klæddist hann bol þar sem hann hvatti fólk til að ganga vel um og skilja ekki rusl eftir. Þau skilaboð virðast þó ekki hafa komist nógu vel áleiðis. Vettel, sem ekur nú fyrir Aston Martin, varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) þegar hann keppti fyrir Red Bull. Hann hefur unnið 53 kappakstra á ferlinum. Aðeins Lewis Hamilton (99) og Michael Schumacher (91) hafa unnið fleiri keppnir í sögu Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira