Formúla 1

Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr kappakstri dagsins.
Úr kappakstri dagsins. vísir/Getty

Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér.

Strax á fyrsta hring lentu Max Verstappen og Lewis Hamilton í árekstri en þeir eru í harðri baráttu um fyrsta sætið í heildarkeppni ökuþóra og hafði Verstappen unnið þrjár keppnir í röð þegar kom að kappakstri dagsins.

Áreksturinn hafði mismikil áhrif á ökuþórana því Verstappen kom öllu verr út úr honum; þurfti að hætta keppni og var fluttur á sjúkrahús á meðan Hamilton fékk tíu sekúndna refsingu; kláraði kappaksturinn og náði að koma fyrstur í mark.

Verstappen gat ekki leynt vonbrigðum sínum og skaut föstum skotum að Hamilton á Twitter aðgangi sínum, líklega skrifað beint úr sjúkrarúminu.

„Ánægður með að vera í lagi en mjög vonsvikinn að hafa verið tekinn svona úr leik. Þetta var hættulegur leikur hjá Lewis.“

„Að sjá hann fagna á meðan ég er enn á sjúkrahúsi. Þetta er vanvirðing og óíþróttamannslegt en við höldum áfram,“ segir Verstappen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×