Sport

Íslandsmetið bætt enn einu sinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Mynd/ÍSÍ

Þeir Hlynur Andrésson og Baldvin Þór Magnússon hafa háð harða baráttu um Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi á undanförnum vikum.

Í gær eignaði Hlynur sér metið að nýju, viku eftir að Baldvin Þór bætti fyrra met Hlyns.

Hlynur hljóp á 13:41,06 á Flanders mótinu í Belgíu í gær og bætti því metið um tæpar fjórar sekúndur því Baldvin Þór hljóp á 13:45,00 í Tallin, Eistlandi, um síðustu helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.