Til varnar strandveiðum Álfheiður Eymarsdóttir og Einar A. Brynjólfsson skrifa 15. júlí 2021 07:00 Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist hún taka undir málflutning Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem sagði að sauðfjárrækt væri áhugamál en ekki atvinna. Aðalheiður sér handfæraveiðar sem rómantískt áhugamál en ekki atvinnu. Því fer fjarri. Handfæraveiðar eru atvinna og verðmætasköpun - og það er nægt pláss í samfélaginu fyrir alla. Í tilfelli sauðfjárræktar og strandveiða er um að ræða manngerð kerfi sem eru illa hönnuð og meingölluð. Það orsakar erfiðleika við að sjá sér og sínum farborða af því að stunda þessa atvinnu. Handfæraveiðar smábáta skjóta stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf sjávarbyggða á landsbyggðinni. Hver smábátur leiðir af sér þrjú störf í heimabyggð skv. greiningu Landssambands smábátaeigenda sem hefur aldrei verið hrakin. Þetta eru störf við vélaviðgerðir, ýmis þjónusta við smábáta, fiskmarkaðir, fiskflutningar o.fl. Það er nefnilega ekki þannig að öll verðmætasköpun í sjávarútvegi eigi sér stað við endanlega sölu afurða. Störfin í kringum sjávarútveginn eru verðmæti, framfærsla fjölskyldna er verðmæti, tekjuskattur, virðisaukaskattur og útsvar allra þessara starfa eru allt verðmæti. Við getum leitt að því líkum að þegar um 700 handfærabátar eru á sjó, séum við að skapa um 2800 störf. Þegar svo við bætist nýsköpun í héraði, öflugri einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa kost á hráefni um land allt, veitingastaðir með ferskar sjávarafurðir beint úr sjó, þá eru bæði Íslendingar og ferðamenn ánægðir. Talsmenn handfæraveiða eru því ekki að höfða til rómantíkur, heldur beinharðrar verðmætasköpunar. Eyrnamerkt grunnslóð Í greininni stefnir hún strandveiðum sem andstæðu við ferðaþjónustu þegar öllum er ljóst að þetta tvennt fer afar vel saman. Í skoðanagrein Aðalheiðar alhæfir hún einnig um stefnur ýmissa flokka. Við Píratar erum með afar skýra stefnu í málefnum sjávarútvegs og handfæraveiða sem rímar alls ekki við það sem kemur fram í túlkun hennar á stefnum fyrrgreindra flokka. Í raun rökstyður hún í greininni ágætlega þær breytingar sem við Píratar teljum nauðsynlegar á umgjörð og stýringu handfæraveiða. Þá er rangt að engin úttekt hafi verið gerð á strandveiðum frá 2011, þær eru allnokkrar, misjafnar að gæðum eins og gengur, en við teljum sérstaklega vert að nefna skýrslu frá HA sem gefin var út 2017. Þá eru nokkrar staðhæfingar um umhverfisvernd sem við viljum leiðrétta. Við Píratar höfum aldrei gert þá kröfu að smábátar sjái alfarið um allar veiðar við Íslandsstrendur. Við gerum þó þá kröfu að grunnslóðin sé eyrnamerkt handfæraveiðum enda hafsbotninn þar og landgrunnið afar viðkvæmt. Stærri skipum og togveiðum verði vísað lengra út á haf. Þó Aðalheiður efist um jákvæð umhverfisáhrif af þessu, þá gerum við það ekki. Hverju er verið að kasta? Þá að ólympísku veiðunum, kapphlaupinu yfir blásumarið og hvatningu til brottkasts. Þetta er afleiðing óásættanlegrar umgjörðar strandveiða í dag. Þetta er meingallað kerfi. En það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta. Við Píratar viljum stöðva kapphlaupið, tryggja öllum handfærabátum 48 daga í fyrsta áfanga, lengja vertíðina og auka sveigjanleika á meðafla. Þetta eykur öryggi, dregur úr hvata til að fara út í hvaða veðri sem er, eykur frelsi til að róa þegar hentar og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að handfæraveiðar standi frá mars til loka október. Sveigjanleiki í meðafla dregur úr brottkasti. Annars eru staðhæfingar greinarhöfundar óskiljanleg þversögn um annars vegar aukið brottkast en að þó komi bara ormétinn fiskur í land. Hverju er þá verið að kasta? Góða fiskinum?Við erum með fiskmarkaði og kaupendur fisks á markaði sjá af hvaða bát verið er að kaupa og hvar hann var á veiðum. Smábátasjómenn vita að orðsporið skiptir máli - og þeir fá lægra verð ef aflinn er í óásættanlegu standi, hvort sem hann er ormétinn eða illa ísaður. Þessi lífseiga þjóðsaga er því löngu liðin tíð, sjómenn forðast lélegar fiskislóðir. Gjöfult samspil Handfæraveiðar, blómlegir fiskmarkaðir og ferðaþjónusta haldast saman hönd í hönd. Við höfum ferðast um heiminn og það er skemmtilegt að fylgjast með litlu bátunum koma í land við strendur Miðjarðarhafs. Það er stórfenglegt að heimsækja fiskmarkaði hér og þar um heiminn. Og skipstjórnendur hvalaskoðunarskipa vilja mun frekar smábáta í kringum sig frekar en stóru togskipin sem toga í fjarðarmynninu og skrapa botninn. Við látum vera að höggva í undarlegar staðalímyndir höfundar um trillukarla og skipstjóra hvalaskoðunarskipa. Það er efni í aðra grein en vert að geta þess að tugir kvenna stunda handfæraveiðar við strendur Íslands. Höfundar eru oddvitar Pírata í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Álfheiður Eymarsdóttir Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist hún taka undir málflutning Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem sagði að sauðfjárrækt væri áhugamál en ekki atvinna. Aðalheiður sér handfæraveiðar sem rómantískt áhugamál en ekki atvinnu. Því fer fjarri. Handfæraveiðar eru atvinna og verðmætasköpun - og það er nægt pláss í samfélaginu fyrir alla. Í tilfelli sauðfjárræktar og strandveiða er um að ræða manngerð kerfi sem eru illa hönnuð og meingölluð. Það orsakar erfiðleika við að sjá sér og sínum farborða af því að stunda þessa atvinnu. Handfæraveiðar smábáta skjóta stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf sjávarbyggða á landsbyggðinni. Hver smábátur leiðir af sér þrjú störf í heimabyggð skv. greiningu Landssambands smábátaeigenda sem hefur aldrei verið hrakin. Þetta eru störf við vélaviðgerðir, ýmis þjónusta við smábáta, fiskmarkaðir, fiskflutningar o.fl. Það er nefnilega ekki þannig að öll verðmætasköpun í sjávarútvegi eigi sér stað við endanlega sölu afurða. Störfin í kringum sjávarútveginn eru verðmæti, framfærsla fjölskyldna er verðmæti, tekjuskattur, virðisaukaskattur og útsvar allra þessara starfa eru allt verðmæti. Við getum leitt að því líkum að þegar um 700 handfærabátar eru á sjó, séum við að skapa um 2800 störf. Þegar svo við bætist nýsköpun í héraði, öflugri einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa kost á hráefni um land allt, veitingastaðir með ferskar sjávarafurðir beint úr sjó, þá eru bæði Íslendingar og ferðamenn ánægðir. Talsmenn handfæraveiða eru því ekki að höfða til rómantíkur, heldur beinharðrar verðmætasköpunar. Eyrnamerkt grunnslóð Í greininni stefnir hún strandveiðum sem andstæðu við ferðaþjónustu þegar öllum er ljóst að þetta tvennt fer afar vel saman. Í skoðanagrein Aðalheiðar alhæfir hún einnig um stefnur ýmissa flokka. Við Píratar erum með afar skýra stefnu í málefnum sjávarútvegs og handfæraveiða sem rímar alls ekki við það sem kemur fram í túlkun hennar á stefnum fyrrgreindra flokka. Í raun rökstyður hún í greininni ágætlega þær breytingar sem við Píratar teljum nauðsynlegar á umgjörð og stýringu handfæraveiða. Þá er rangt að engin úttekt hafi verið gerð á strandveiðum frá 2011, þær eru allnokkrar, misjafnar að gæðum eins og gengur, en við teljum sérstaklega vert að nefna skýrslu frá HA sem gefin var út 2017. Þá eru nokkrar staðhæfingar um umhverfisvernd sem við viljum leiðrétta. Við Píratar höfum aldrei gert þá kröfu að smábátar sjái alfarið um allar veiðar við Íslandsstrendur. Við gerum þó þá kröfu að grunnslóðin sé eyrnamerkt handfæraveiðum enda hafsbotninn þar og landgrunnið afar viðkvæmt. Stærri skipum og togveiðum verði vísað lengra út á haf. Þó Aðalheiður efist um jákvæð umhverfisáhrif af þessu, þá gerum við það ekki. Hverju er verið að kasta? Þá að ólympísku veiðunum, kapphlaupinu yfir blásumarið og hvatningu til brottkasts. Þetta er afleiðing óásættanlegrar umgjörðar strandveiða í dag. Þetta er meingallað kerfi. En það er auðvelt að koma í veg fyrir þetta. Við Píratar viljum stöðva kapphlaupið, tryggja öllum handfærabátum 48 daga í fyrsta áfanga, lengja vertíðina og auka sveigjanleika á meðafla. Þetta eykur öryggi, dregur úr hvata til að fara út í hvaða veðri sem er, eykur frelsi til að róa þegar hentar og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að handfæraveiðar standi frá mars til loka október. Sveigjanleiki í meðafla dregur úr brottkasti. Annars eru staðhæfingar greinarhöfundar óskiljanleg þversögn um annars vegar aukið brottkast en að þó komi bara ormétinn fiskur í land. Hverju er þá verið að kasta? Góða fiskinum?Við erum með fiskmarkaði og kaupendur fisks á markaði sjá af hvaða bát verið er að kaupa og hvar hann var á veiðum. Smábátasjómenn vita að orðsporið skiptir máli - og þeir fá lægra verð ef aflinn er í óásættanlegu standi, hvort sem hann er ormétinn eða illa ísaður. Þessi lífseiga þjóðsaga er því löngu liðin tíð, sjómenn forðast lélegar fiskislóðir. Gjöfult samspil Handfæraveiðar, blómlegir fiskmarkaðir og ferðaþjónusta haldast saman hönd í hönd. Við höfum ferðast um heiminn og það er skemmtilegt að fylgjast með litlu bátunum koma í land við strendur Miðjarðarhafs. Það er stórfenglegt að heimsækja fiskmarkaði hér og þar um heiminn. Og skipstjórnendur hvalaskoðunarskipa vilja mun frekar smábáta í kringum sig frekar en stóru togskipin sem toga í fjarðarmynninu og skrapa botninn. Við látum vera að höggva í undarlegar staðalímyndir höfundar um trillukarla og skipstjóra hvalaskoðunarskipa. Það er efni í aðra grein en vert að geta þess að tugir kvenna stunda handfæraveiðar við strendur Íslands. Höfundar eru oddvitar Pírata í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun