Formúlu 1 ökuþór rændur eftir úrslitaleik EM og rándýru úri hans stolið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 07:30 Lando Norris hefur ekið fyrir McLaren í Formúlu 1 undanfarin þrjú ár. getty/Jure Makovec Formúlu 1 ökuþórinn Lando Norris var rændur eftir úrslitaleik EM á Wembley í fyrradag. Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu. Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Norris var á meðal áhorfenda á leik Englands og Ítalíu og sá Ítali verða Evrópumeistara eftir 3-2 sigur í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Þegar Norris var á leið af vellinum eftir leikinn var hann rændur af tveimur mönnum. Annar þeirra hélt honum meðan hinn reif af honum Richard Mille úr að verðmæti tæplega sjö milljóna króna. Samkvæmt talsmanni McLaren, liðsins sem Norris ekur fyrir í Formúlu 1, var ökuþórnum skiljanlega brugðið eftir atvikið. Hann slapp þó ómeiddur. Mikið gekk á á sunnudaginn og margir stuðningsmenn Englands létu ófriðlega. Fjöldi stuðningsmanna ruddist inn á Wembley þrátt fyrir að vera ekki með miða og öryggisgæslu á úrslitaleiknum var ábótavant. Hinn 21 árs Norris er á sínu þriðja tímabili í Formúlu 1. Hann er í 4. sæti í keppni ökuþóra sem stendur. Norris hefur þrisvar sinnum komist á verðlaunapall á tímabilinu.
Formúla EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira