Aphantasía Svavar Kjarrval skrifar 10. júlí 2021 07:30 Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun