Aphantasía Svavar Kjarrval skrifar 10. júlí 2021 07:30 Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun