Aphantasía Svavar Kjarrval skrifar 10. júlí 2021 07:30 Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar