Aphantasía Svavar Kjarrval skrifar 10. júlí 2021 07:30 Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun