Ríkið veit ekki alltaf best Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 28. júní 2021 08:00 Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Lyf Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Sjá meira
Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun