Handbolti

Þrír Ís­­lendingar í sex efstu sætunum yfir marka­hæstu leik­­menn þýska boltans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már varð markahæstur í deildinni í fyrra og endaði í 3. sæti í ár.
Bjarki Már varð markahæstur í deildinni í fyrra og endaði í 3. sæti í ár. Axel Heimken/Getty

Þrír íslenskir landsliðsmenn enduðu í sex efstu sætunum yfir markahæstu leikmenn þýska handboltans.

Þýsku úrvalsdeildinni lauk í dag og eftir lokaumferðina varð ljóst að Ómar Ingi endaði markahæstur. Hann gerði tólf mörk í síðustu umferðinni.

Ómar gerði 274 mörk í deildinni í vetur og var með 68,50% skotnýtingu. 134 af mörkum hans komu af vítalínunni en Marcel Schiller kom skammt á eftir með 270 mörk.

Ómar er fjórði íslenski leikmaðurinn til þess að verða markahæstur í Þýskalandi en áður höfðu Sigurður Sveinsson, Guðjón Vaur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson orðið markahæstir.

Bjarki Már Elísson, frá Lemgo, varð markahæstur í deildinni á síðustu leiktíð og hann endaði 3. markahæstur í ár. Hann gerði 254 mörk.

Þriðji Íslendingurinn, Viggó Kristjánsson frá Stuttgart, var í sjötta sætinu með 230 mörk en hann var jafn Hampus Wanne frá Flensburg. Wanne spilaði færri leiki og er því ofar en Viggó á listanum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.