Handbolti

27 ís­lensk mörk í sama leiknum og Ómar mögu­lega marka­hæstur í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi hefur farið á kostum í liði Madgeburg í vetur.
Ómar Ingi hefur farið á kostum í liði Madgeburg í vetur. Uwe Anspach/Getty

Það rigndi íslenskum mörkum í leik Lemgo og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en leikurinn var liður í síðustu umferð deildarinnar.

Lemgo vann sigur, 32-27, eftir að hafa verið 17-14 yfir í hálfleik en Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo með heil fimmtán mörk.

Ómar Ingi Magnússon gerði tólf mörk fyrir Magdeburg og er þar af leiðandi kominn með 274 mörk í deildinni í vetur.

Hann er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í deildinni en Marcel Schiller er níu mörkum á eftir honum.

Hann leikur með Frisch Auf Göppingen sem spilar við Ludwigshafen síðar í dag og þá kemur í ljós hvort að Ómar endi markahæstur.

Lemgo er sem stendur í sjöunda sætinu en liðið endar í 7. til 9. sæti. Magdeburg endar hins vegar í þriðja sætinu, með bronspeninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×