Körfubolti

Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Durant getur unnið sitt þriðja Ólympíugull í sumar.
Kevin Durant getur unnið sitt þriðja Ólympíugull í sumar. getty/Mike Ehrmann

Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð.

Durant og fyrrverandi samherji hans hjá Golden State Warriors, Draymond Green, eru þeir einu sem voru í Ólympíuliðinu í Ríó 2016. Durant keppti einnig á Ólympíuleikunum í London 2012 sem og Kevin Love.

Meðal annarra stjörnuleikmanna í bandaríska liðinu má nefna Damian Lillard, Jayson Tatum og Bradley Beal.

Þrír í Ólympíuliðinu eru enn að spila í úrslitakeppninni í NBA. Þetta eru Jrue Holiday og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks og Devin Booker, leikmaður Phoenix Suns. Tímabilið í NBA klárast í síðasta lagi 22. júlí en fyrsti leikur Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er gegn Frakklandi 25. júlí.

Gregg Popovich stýrir bandaríska liðinu í fyrsta sinn á Ólympíuleikum en hann tók við því af Mike Krzyzewski. Hann gerði Bandaríkjamenn að Ólympíumeisturum 2008, 2012 og 2016.

Bandaríska liðið kemur saman til æfinga 4. júlí og leikur æfingaleiki við Spán, Nígeríu, Ástalíu og Argentínu áður en það heldur til Tókýó.

Ólympíulið Bandaríkjanna

  • Kevin Durant, Brooklyn Nets
  • Devin Booker, Phoenix Suns
  • Khris Middleton, Milwaukee Bucks
  • Kevin Love, Cleveland Cavaliers
  • Zach LaVine, Chicago Bulls
  • Bam Adebayo, Miami Heat
  • Damian Lillard, Portland Trail Blazers
  • Bradley Beal, Washington Wizards
  • Jerami Grant, Detroit Pistons
  • Draymond Green, Golden State Warriors
  • Jrue Holiday, Milwaukee Bucks
  • Jayson Tatum, Boston Celtics



Fleiri fréttir

Sjá meira


×