Handbolti

Gagn­rýnir Guð­mund: Enginn af lands­liðs­mönnum Melsun­gen hefur bætt sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er hér til vinstri en til hægri sést Bob Hanning með þýska landsliðsþjálfaranum Alfreði Gíslasyni.
Guðmundur Guðmundsson er hér til vinstri en til hægri sést Bob Hanning með þýska landsliðsþjálfaranum Alfreði Gíslasyni. Getty/Martin Rose/Carsten Koall

Varaforseti þýska handboltasambandsins hefur áhyggjur af þýsku landsliðsmönnunum sem spila undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá MT Melsungen.

Bob Hanning er varaforseti þýska sambandsins og vann áður mikið með Degi Sigurðssyni hjá Füchse Berlin þar sem hann starfar enn.

Guðmundur Guðmundsson þjálfar ekki aðeins íslenska karlalandsliðið heldur þjálfar hann einnig þýska Bundesligu liðið Melsungen. Í liðinu eru sex þýskir landsliðsmann og Bob Hanning er óánægður með stöðuna á þeim.

„Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world.

„Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Hanning.

Melsungen liðið tapaði bikarúrslitaleiknum á dögunum og er „bara“ í sjötta sæti í þýsku deildinni sem þykir ekki gott miðað við mannskap.

„Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir,“ sagði Hanning en Füchse Berlin mætir Melsungen annað kvöld.

Sex þýskir landsliðsmenn spila fyrir Guðmund Guðnundsson hjá Melsungen en það eru þeir Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening.

Þeir vonast allir til að komast í Ólympíulið Alfreð Gíslasonar sem verður tilkynnt á mánudaginn kemur.

„Ég held að menn séu bara saddir af því að þeir geta ekki unnið sér inn meiri pening annars staðar. Það sést inn á vellinum,“ sagði Hanning.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.