Handbolti

Elvar Örn skoraði fimm hjá Viktori Gísla og hlaut brons

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elvar Örn skoraði fimm mörk í dag.
Elvar Örn skoraði fimm mörk í dag. EPA-EFE/Petr Josek

Elvar Örn Jónsson og félagar hans í Skjern hlutu í dag brons í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir 31-26 sigur á Viktori Gísla Hallgrímssyni og hans félögum í GOG í bronsleik.

Skjern tapaði með fimm marka mun, 33-28, fyrir Mors-Thy í undanúrslitum í gær á meðan GOG þurfti að þola fjögurra marka tap, 35-31, fyrir liði Álaborgar. Þau mættust því í leik um bronsið í dag.

Skjern byrjaði leikinn töluvert betur og komst snemma fjórum mörkum yfir, 7-3. Lið GOG vann hins vegar á og náði 6-2 kafla til að jafna 9-9. Fátt skildi liðin að til loka fyrri hálfleiks en staðan í hléi var 15-14 fyrir GOG.

Áfram var leikurinn jafn í upphafi síðari hálfleiks þar til Skjern tók yfir. Staðan var 19-19 þegar Skjern náði 10-2 kafla, þar sem liðið skoraði meðal annars fimm mörk í röð, til að komast í 29-21. Sigur þeirra var aldrei í hættu í kjölfarið og lauk leiknum með 31-26 sigri Skjern.

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í leiknum fyrir Skjern.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.