Öflug og fjölbreytt þjónusta við aldraða Svandís Svavarsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2021 11:30 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Elín Oddný Sigurðardóttir Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun