Fasteignamarkaður fjármagnseigenda Eiður Stefánsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun