Aðför Samherja einsdæmi á Norðurlöndum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:45 Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hélt erindi á málþinginu þar sem hann lýsti aðför Samherja gegn sér. blaðamannafélag íslands Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, ofbeldi og hatur í sinn garð, sem stórt vandamál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins alvarlegum árásum fyrirtækis á hendur fjölmiðlafólki og þeim sem Samherji réðst í eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Namibíumálið. Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira