NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 16:00 Chris Paul fór fyrir liði Phoenix Suns í nótt en liðið hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni. AP/David Zalubowski Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021) NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Jokic og félagar í Denver Nuggets var sópað í sumarfrí af Phoenix Suns en Suns vann fjórða leikinn með sjö stiga mun í nótt, 125-118. Milwaukee Bucks jafnaði aftur á móti einvígið á móti Brooklyn Nets með öðrum sigri sínum í röð. Nikola Jokic is the 5th MVP to be swept in a playoff series, and 1st since Magic Johnson in the 1989 Finals vs the Pistons.Jokic is also the 2nd MVP to be ejected in the last 25 postseasons (Steph Curry in 2016). h/t @EliasSports pic.twitter.com/rQVOHhvCI4— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Denver fékk enga hjálp frá mikilvægasta leikmanni deildarinnar síðustu fimmtán mínútur leiksins eftir að Jokic var rekinn í sturtu fyrir of harkalegt brot að mati dómara. Það voru reyndar ekki allir sáttir við þann dóm og kannski kom þar í bakið á honum að vera ekki bandarískur. Fram að brottrekstrinum var Jokic með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum. Hann var með 29,8 stig, 11,6 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en hafði verið með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Jokic er fyrsti mikilvægasti leikmaðurinn sem sópað út úr úrslitakeppninni síðan að Magic Johnson og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu 4-0 á móti Detroit Pistons í úrslitaeinvíginu 1989. Chris Paul became the oldest player with 25 PPG and 10 APG in a playoff series, all-time. pic.twitter.com/85PC3VSNnm— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 14, 2021 Chris Paul hélt áfram að spila frábærlega en þessi 36 ára gamli bakvörður nýtti 14 af 19 skotum sínum í nótt og endaði með 37 stig og 7 stoðsendingar. Hann var með 25,5 stig, 10,3 stoðsendingar, 62 prósent skotnýtingu og 100 prósent vítanýtingu í einvíginu á móti Denver. Brooklyn Nets er búið að missa niður 2-0 forystu á móti Milwaukee Bucks en liðið er líka búið að missa tvær stórstjörnu í meiðsli. James Harden tognaði á fyrstu mínútunni i í fyrsta leiknum og Kyrie Irving meiddist illa á ökkla í gær. Nú stendur Kevin Durant einn eftir. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjunum tveimur í gær og nótt. Þar eru einnig viðtöl við þá Chris Paul og Giannis Antetokounmpo sem báðir voru í sigurliði í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 13. júní 2021)
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira