Sport

Dag­skráin í dag: EM heldur á­fram, stór­leikir í Pepsi Max og odda­leikur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr undanúrslitaeinvíginu á milli Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar.
Úr undanúrslitaeinvíginu á milli Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar. vísir/bára

Evrópumótið í fótbolta heldur áfram að rúlla en opnunarleikurinn fór fram í gær eftir mikla dagskrá.

Ítalía vann 3-0 sigur á Tyrkjum í opnunarleiknum en í dag mætast meðal annars Danmörk og Finnland og Belgía og Rússland.

Pepsi Max deild karla byrjað svo fyrir alvöru eftir smá landsleikjahlé en í dag eru tveir stórleikir á dagskránni.

Stjarnan og Valur mætast í Garðabænum og í Víkinni er það leikur Víkinga og FH.

Allir leikir dagsins verða gerðir upp í Pepsi Max stúkunni sem og hitað upp fyrir leiki dagsins frá klukkan 16.30.

Það ræðst svo í kvöld hvort að það verði Þór Þorlákshöfn eða Stjarnan sem kemst í úrslitaeinvígið í Domino's deild karla.

Oddaleikur liðanna fer fram í Þorlákshöfn í kvöld en staðan í einvíginu er 2-2. Sigurliðið mætir Keflavík.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×