Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Steinn Jóhannsson skrifar 10. júní 2021 14:00 Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er einsdæmi að ljúka námi þar sem hátt í helmingur námstímans var óhefðbundinn í eiginlegum skilningi. Námið var ýmist í beinni á bak við skjáinn, í dreifnámi (blanda af staðnámi og námi í beinni/fjarnámi), fjarnámi og staðnámi í skóla með ýmsum takmörkunum. Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra settu starfinu miklar takmarkanir og tók skólahald hröðum breytingum til að vera innan ramma laganna. Þá kynslóð sem útskrifaðist í vor má kalla sérfræðinga í breytingastjórnun en nemendur og ekki síður kennarar þurftu hvað eftir annað að endurskipuleggja sig í nýjum og jafnvel framandi aðstæðum. Þessi dýrmæta reynsla mun eflaust gera nemendur tilbúna til að mæta hvaða aðstæðum sem er í námi, á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Í nágrannalöndum okkar var kennsla felld niður og skólahald lítið sem ekkert víða í Evrópu á tímum COVID. Íslendingar brettu upp ermarnar og tókust á við áður ókunnar aðstæður af miklum glæsibrag. Nemendur eiga hrós skilið og prófgráðan í vor eru verðlaunin. Það mun styrkja íslenskan vinnumarkað og ekki síður háskólana að fá þessa nemendur í nám eða til starfa. Unga fólkið okkar er svo sannarlega tilbúið að kljást við erfiðar og flóknar áskoranir eins og síðustu misseri hafa sannað. Eins og fram hefur komið var ekki sjálfgefið í upphafi COVID að það tækist að halda uppi kennslu en það tókst með samstilltu átaki skólanna, menntamálayfirvalda, starfsfólks og kennara sem og nemenda. Stuðningur yfirvalda við skólakerfið á tímum COVID var mikill. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði reglulega með stjórnendum framhaldsskólanna og urðu fundirnir um tveir tugir á liðnum vetri. Samráð og samtal milli aðila skilaði svo sannarlega árangri og vonandi er það komið til að vera. Reynslunni var miðlað á milli skóla og skólar báru sig saman hvernig skólastarfið var skipulagt og leiðbeindu hver öðrum í framhaldinu. Þannig mátti strax greina hvað gekk vel og hvað þurfti að bæta í þessum aðstæðum. Aðrar þjóðir gætu vissulega tekið okkur Íslendinga til fyrirmyndar hvað varðar að halda uppi skólastarfi í ólgusjó COVID. Þegar horft er til framtíðar berum við þá von í brjósti að skólahald verði með eðlilegum hætti þegar vel á fimmta þúsund nýnemar (2005 árangurinn) koma til náms í framhaldsskólunum í haust. Reynslan úr COVID-tímabilinu í skólastarfinu mun nýtast okkur vel í verkefnum framtíðarinnar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun