Skilorðsbundin lífshætta Flosi Eiríksson skrifar 10. júní 2021 13:01 Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Húsnæðismál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun