Skilorðsbundin lífshætta Flosi Eiríksson skrifar 10. júní 2021 13:01 Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Húsnæðismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun