Skilorðsbundin lífshætta Flosi Eiríksson skrifar 10. júní 2021 13:01 Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Húsnæðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi í gær var fjallað um dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn, í máli eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob þar sem hann var dæmdur fyrir að stefna lífi og heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu. Eigandinn, Þorkell Kristján Guðgeirsson, lét smíða ,,svefnskápa“ fyrir erlenda starfsmenn í iðnaðarhúsnæði þar sem brunavarnir voru ekki til staðar. Þorkell, tók ekki afstöðu til sakarefnisins enda ,,málið of flókið til að hann gæti svarað já eða nei“. Samt treysti hann sér til að segja að hann hafi ekki hagnast á húsnæðinu og þetta hafi verið gert ,,í algerri neyð“ enda hafi verið húsnæðisskortur. Þrátt fyrir veikburða yfirlýsingar um að staðið hefði til að flytja starfsmennina annað var verið að smíða fleiri svefnskápa þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Yfirmenn hjá slökkviliðinu sögðu þetta eitt ljótasta mál sem þeir hefðu séð á löngum ferli. Héraðsaksóknari ákvað síðan í fyrsta skipti að ákæra í máli af þessu tagi og ber að hrósa fyrir það. Fyrir þessa þrælameðferð á erlendum starfsmönnum, þar sem þeim var hrúgað saman í svefnsskápa í lífshættulegu húsnæði, fékk Þorkell fimm mánaða skilorðsbundinn dóm og jú, var einnig dæmdur til að greiða lögfræðingnum sínum milljón fyrir vörnina. Starfsmennirnir fengu engar bætur frá réttarkerfinu. Þeim og öðru verkafólki, innlendu sem erlendu, eru send þau skilaboð að stofna heilsu þeirra og lífi í bráða hættu verðskuldi eiginlega ekki dóm. Ef eldur hefði komið upp hefðu þau engan kost haft á því að borga milljón kall til að láta lögfræðing bjarga sér úr hættunni. Dómurinn sýnir enn og aftur þau vinnubrögð sem fylgja oft starfsmannaleigum, og undirstrikar um leið það afskiptaleysi sem löggjafar- og dómsvald hafa löngum sýnt á þessum sviðum. Óréttlætið öskrar á mann, að það sé metið svo af dómstólum landsins að það að stofna verkafólki í bráða lífshættu sé ómerkilegt skilorðsbundið smámál. Lífshætta á aldrei að vera skilorðsbundin. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun