Handbolti

Alexander á toppnum eftir sigur í Ís­lendinga­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander er á góðri leið með að verða þýskur meistari.
Alexander er á góðri leið með að verða þýskur meistari. heimasíða flensborg

Flensburg-Handewitt vann tveggja marka sigur á Stuttgart, 32-30, er liðin mættust í Íslendingaslag í þýska handboltanum.

Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart en Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Flensburg.

Flensburg er með 32 stig á toppnum en Stuttgart er í fjórtánda sætinu með fjórtán stig.

Í Frakklandi var Kristján Örn Kristjánsson í eldlínunni með Aix í ellefu marka sigur á Créteil, 33-22.

Kristján skoraði þrjú mörk fyrir Aix sem er í fjórða sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.