Sá langneðsti úr nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 07:30 Nikola Jokic er í miðju einvígi við Phoenix Suns en var í nótt útnefndur mikilvægasti leikmaðurinn í NBA-deildarkeppninni í vetur. AP/Matt York Nikola Jokic varð í nótt fyrsti Serbinn og fyrsti leikmaður Denver Nuggets til að verða útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er þriðji Evrópubúinn í sögunni til að afreka það. Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira