Veitt þjónusta skiptir meira máli en formið Guðbrandur Einarsson skrifar 31. maí 2021 16:31 Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi. Á samfélagsmiðlum hef ég vinsamlegast verið beðinn um að lesa svargrein, sem hér birtist, af vinum mínum í Samfylkingunni. Þar er ég sakaðar um að vitna ekki í heimildir og fara frjálslega með. Sænskir jafnaðarmenn hafa engu breytt Hverjar skyldu nú misgjörðir mínar hafa verið? Jú, þær að ég væri að kenna sænskum jafnaðarmönnum um að hafa einkavætt sænskt heilbrigðskerfi þegar það var á ábyrgð Moderatarna. Því er nú til að svara að sænskir jafnaðarmenn hafa stjórnað landinu meira og minna sl. 50 ár og því í lófa lagið að snúa til baka með þá villu sem Moderatarna komu þjóðinni í. Það hefur enn þá ekki gerst. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því? Er hún kannski sú að að sænskir jafnaðarmenn séu bara sáttir við stöðuna eins og hún er? Ég var heldur ekki mikið var við það í starfi mínu, sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, að systursamtök okkar í Svíþjóð, Handels, sæju hlutina í sama ljósi og greinarhöfundur. Þau voru uppteknari af öðrum hlutum en sænsku heilbrigðiskerfi og það þrátt fyrir að vera sænskir jafnaðarmenn. Það vakti athygli mína að fyrsta ályktun greinarhöfundar sem dregin var, algjörlega án heimilda, var eftirfarandi: „ Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu .“ Það er þekkt meðal þeirra sem sjá sjálfstæðri velferðarþjónustu allt til foráttu að reyna að þvæla umræðuna um einkarekstur, sem þjónusta sem ríkið kaupir og aðgangur almennings að er jafn, og blanda henni við umræðu einkavæðingu, þar sem hin efnuðu geta keypt sig fram fyrir röð. Þetta er ekki fyrsta í skipti sem ég er vændur um að vilja ganga lengra í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en ég hef áhuga á og væntanlega ekki í síðasta skiptið. Form skiptir mig ekki máli Ég bý á svæði þar sem búa 29 þúsund manns. Á því svæði er ein heilsugæsla og ein sem hægt væri að kalla heilsugæslusel. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 230 þúsund manns og þar eru 19 heilsugæslur eða um 12 þúsund manns um hverja heilsugæslu. Á landinu öllu, fyrir utan það svæði sem ég bý á, búa um 335 þúsund manns með aðgang að 69 heilsugæslum sem er þá rúmlega 4.800 manns um hverja heilsugæslu. Það er vegna þessarar mismununar sem ég og margir fleiri hafa verið að skoða möguleika á því að skoða önnur úrræði við rekstur heilugæslu en bara hinn opinbera. Slíkur sjálfstæður rekstur er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Einhverra hluta vegna er slíkt fyrirkomulag ekki heimilað utan höfuðborgarsvæðis sem ég get ekki skilið. Þess í stað geta íbúar míns heimasvæðis skráð sig á sjálfstæða heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, því þau fái ekki þessa þjónustu í heimabyggð. Ég fæ heldur ekki skilið hvers vegna Samfylkingin getur verið á móti slíku ef það getur orðið til þess að bæta þjónustuna. Skv. fyrirliggjandi áætlunum ríkisins er gert ráð fyrir að ný opinber heilsugæslustöð á svæðinu komist í gagnið árið 2026. Við eigum því að búa við óbreytt ástand fram að því. Miðað við þriggja prósenta fjölgun íbúa fram að þeim tíma má gera ráð fyrir að um 17 þúsund manns verði þá um hverja heilsugæslustöð. Það þykir víst viðundandi staða fyrir okkur sem á þessu svæði búum. Hjallastefnan er einkarekstur Flestir halda vart vatni yfir Hjallastefnunni sem rekur nokkra leikskóla í sínu nafni hér á landi og ég er einn þeirra sem er ánægður með tilurð hennar. Sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þá ákvörðun að semja við eigendur þessa fyrirtækis til þess að auka fjölbreytni þjónustu í stað þess að reka alla leikskóla í eigin nafni. Það hefur enginn talað um að þarna sé um að ræða einkavæðingu, að einhver geti keypt sig fram fyrir í röðina af því að viðkomandi á pening. Hið sama á við um einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið er þjónustukaupi og skýr mörk voru sett þegar slíkur rekstur var heimilaður. Þar fyrir utan er einkarekstur víða að finna í heilbrigðiskerfinu. SÁÁ rekur einkarekna heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar, tannlæknar, sálfræðingar og geðlæknar eru í sjálfstæðum rekstri. Fyrir utan aðra sérfræðilækna. Mismunun eftir landshlutum Að einkareknar heilsugæslustöðvar séu heimilaðar í einum landshluta en um slíkt megi ekki ræða í öðrum, þrátt fyrir að það myndi bæta til muna þjónustu í heimabyggð, eru rök sem halda ekki vatni. Það sem skiptir hér máli er ekki á hvaða formi heilsugæslan er rekin heldur að þjónustan sé veitt. Að það sé raunverulegt aðgengi að þessum fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Ári eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráðherra sagði hún í grein í Morgunblaðinu að eitt af meginmarkmiðum þessarar ríkistjórnar sé að efla og styrkja heilsugæsluna, til að draga úr álagi annars staðar í heilbrigðiskerfinu og veita einstaklingum þjónustu á réttu þjónustustigi. Þessi efling og styrking heilsugæslunnar hefur farið fram hjá minni heimabyggð. Það hefði verið hægt að leysa mikinn vanda hér, ef heimilt hefði verið að fara í útboð á sömu forsendum og fyrir sjálfstæðar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað eigum við að bíða í mörg ár enn eftir hinu opinbera. Umræða er þörf Ég er sammála greinarhöfundi um að umræða sé þörf. Hins vegar mun það engu skila að þyrla upp einhverri móðu um annarlegar hvatir ætlaðar „lobbýistum“ sérgreinalækna. Ég er hagmunagæslumaður almennrar samfélagsþjónustu og þar mun ég taka slaginn enda ágætlega menntaður í því. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðbrandur Einarsson Heilsugæsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi. Á samfélagsmiðlum hef ég vinsamlegast verið beðinn um að lesa svargrein, sem hér birtist, af vinum mínum í Samfylkingunni. Þar er ég sakaðar um að vitna ekki í heimildir og fara frjálslega með. Sænskir jafnaðarmenn hafa engu breytt Hverjar skyldu nú misgjörðir mínar hafa verið? Jú, þær að ég væri að kenna sænskum jafnaðarmönnum um að hafa einkavætt sænskt heilbrigðskerfi þegar það var á ábyrgð Moderatarna. Því er nú til að svara að sænskir jafnaðarmenn hafa stjórnað landinu meira og minna sl. 50 ár og því í lófa lagið að snúa til baka með þá villu sem Moderatarna komu þjóðinni í. Það hefur enn þá ekki gerst. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því? Er hún kannski sú að að sænskir jafnaðarmenn séu bara sáttir við stöðuna eins og hún er? Ég var heldur ekki mikið var við það í starfi mínu, sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, að systursamtök okkar í Svíþjóð, Handels, sæju hlutina í sama ljósi og greinarhöfundur. Þau voru uppteknari af öðrum hlutum en sænsku heilbrigðiskerfi og það þrátt fyrir að vera sænskir jafnaðarmenn. Það vakti athygli mína að fyrsta ályktun greinarhöfundar sem dregin var, algjörlega án heimilda, var eftirfarandi: „ Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu .“ Það er þekkt meðal þeirra sem sjá sjálfstæðri velferðarþjónustu allt til foráttu að reyna að þvæla umræðuna um einkarekstur, sem þjónusta sem ríkið kaupir og aðgangur almennings að er jafn, og blanda henni við umræðu einkavæðingu, þar sem hin efnuðu geta keypt sig fram fyrir röð. Þetta er ekki fyrsta í skipti sem ég er vændur um að vilja ganga lengra í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en ég hef áhuga á og væntanlega ekki í síðasta skiptið. Form skiptir mig ekki máli Ég bý á svæði þar sem búa 29 þúsund manns. Á því svæði er ein heilsugæsla og ein sem hægt væri að kalla heilsugæslusel. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 230 þúsund manns og þar eru 19 heilsugæslur eða um 12 þúsund manns um hverja heilsugæslu. Á landinu öllu, fyrir utan það svæði sem ég bý á, búa um 335 þúsund manns með aðgang að 69 heilsugæslum sem er þá rúmlega 4.800 manns um hverja heilsugæslu. Það er vegna þessarar mismununar sem ég og margir fleiri hafa verið að skoða möguleika á því að skoða önnur úrræði við rekstur heilugæslu en bara hinn opinbera. Slíkur sjálfstæður rekstur er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Einhverra hluta vegna er slíkt fyrirkomulag ekki heimilað utan höfuðborgarsvæðis sem ég get ekki skilið. Þess í stað geta íbúar míns heimasvæðis skráð sig á sjálfstæða heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, því þau fái ekki þessa þjónustu í heimabyggð. Ég fæ heldur ekki skilið hvers vegna Samfylkingin getur verið á móti slíku ef það getur orðið til þess að bæta þjónustuna. Skv. fyrirliggjandi áætlunum ríkisins er gert ráð fyrir að ný opinber heilsugæslustöð á svæðinu komist í gagnið árið 2026. Við eigum því að búa við óbreytt ástand fram að því. Miðað við þriggja prósenta fjölgun íbúa fram að þeim tíma má gera ráð fyrir að um 17 þúsund manns verði þá um hverja heilsugæslustöð. Það þykir víst viðundandi staða fyrir okkur sem á þessu svæði búum. Hjallastefnan er einkarekstur Flestir halda vart vatni yfir Hjallastefnunni sem rekur nokkra leikskóla í sínu nafni hér á landi og ég er einn þeirra sem er ánægður með tilurð hennar. Sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þá ákvörðun að semja við eigendur þessa fyrirtækis til þess að auka fjölbreytni þjónustu í stað þess að reka alla leikskóla í eigin nafni. Það hefur enginn talað um að þarna sé um að ræða einkavæðingu, að einhver geti keypt sig fram fyrir í röðina af því að viðkomandi á pening. Hið sama á við um einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið er þjónustukaupi og skýr mörk voru sett þegar slíkur rekstur var heimilaður. Þar fyrir utan er einkarekstur víða að finna í heilbrigðiskerfinu. SÁÁ rekur einkarekna heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar, tannlæknar, sálfræðingar og geðlæknar eru í sjálfstæðum rekstri. Fyrir utan aðra sérfræðilækna. Mismunun eftir landshlutum Að einkareknar heilsugæslustöðvar séu heimilaðar í einum landshluta en um slíkt megi ekki ræða í öðrum, þrátt fyrir að það myndi bæta til muna þjónustu í heimabyggð, eru rök sem halda ekki vatni. Það sem skiptir hér máli er ekki á hvaða formi heilsugæslan er rekin heldur að þjónustan sé veitt. Að það sé raunverulegt aðgengi að þessum fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Ári eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráðherra sagði hún í grein í Morgunblaðinu að eitt af meginmarkmiðum þessarar ríkistjórnar sé að efla og styrkja heilsugæsluna, til að draga úr álagi annars staðar í heilbrigðiskerfinu og veita einstaklingum þjónustu á réttu þjónustustigi. Þessi efling og styrking heilsugæslunnar hefur farið fram hjá minni heimabyggð. Það hefði verið hægt að leysa mikinn vanda hér, ef heimilt hefði verið að fara í útboð á sömu forsendum og fyrir sjálfstæðar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað eigum við að bíða í mörg ár enn eftir hinu opinbera. Umræða er þörf Ég er sammála greinarhöfundi um að umræða sé þörf. Hins vegar mun það engu skila að þyrla upp einhverri móðu um annarlegar hvatir ætlaðar „lobbýistum“ sérgreinalækna. Ég er hagmunagæslumaður almennrar samfélagsþjónustu og þar mun ég taka slaginn enda ágætlega menntaður í því. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun