Handbolti

Aron spilaði ekki er bikarinn fór á loft

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona rúllaði spænsku deildinni upp og fékk bikarinn loks afhentann í dag.
Barcelona rúllaði spænsku deildinni upp og fékk bikarinn loks afhentann í dag. EPA-EFE/QUIQUE GARCIA

Barcelona fagnaði spænska meistaratitlinum í handbolta í dag. Liðið lagði Frigoriíficos Morrazo 35-23 áður en fagnaðarlætin gátu hafist. Aron Pálmarsson var ekki með Börsungum í dag.

Skömmu fyrir leik gaf félagið út að Aron myndi ekki taka þátt í leiknum en það kom ekki að sök. Börsungar hafa varla verið nálægt því að tapa leik í deildinni til þessa og var það sama upp á teningnum í dag.

Heimamenn byrjuðu af krafti og voru komnir 11-3 yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Munurinn var svo kominn upp í níu mörk í hálfleik, staðan þá 20-11. Í þeim síðari bættu heimamenn í forystunaog náðu snemma 12 marka forskoti.

Héldu þeir því ú tleikinn og unnu leikinn á endanum með 12 marka mun, lokatölur 35-23. Í kjölfarið var kampavíninu hleypt úr flöskunum og fagnaðarlætin hófust.

Eftir 34 deildarleiki er Barcelona með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eða 68 stig. Sá árangur verður seint toppaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×