Handbolti

Viktor Gísli og fé­lagar úr leik er Ála­borg tryggði sér sæti í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli og félagar þurfa að sætta sig við að spila um bronsið.
Viktor Gísli og félagar þurfa að sætta sig við að spila um bronsið. DR.DK

Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, mun sjá lið sitt leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í GOG í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Álaborg vann fyrri leikinn og því þurfti GOG á sigri að halda í kvöld. Fyrri hálfleikur var stál í stál og staðan að honum loknum jöfn, 16-16. Því miður fyrir landsliðsmarkvörðinn þá dugði fínn leikur hans ekki til og heimamenn gengu á lagið í síðari hálfleik.

Lokatölur 33-30 en Álaborg hafði unnið fyrri leik liðanna 30-28 og einvígið þar með 63-58. Arnór fer því með lærisveina sína í úrslit þar sem liðið mætir Bjerringbro/Silkeborg á meðan GOG leikur um bronsið en þar bíða Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í Holstebro.

Viktor Gísli átti fínan leik í marki GOG í kvöld og varði alls 17 skot. Vörnin fyrir framan hann var hins vegar ekki spes en alls rötuðu 49 skot á markið á meðan Viktor Gísli var inn á vellinum. Hann endaði því með 35 prósent markvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×