NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 15:00 Donovan Mitchell var flottur í endurkomu sinni í Utah Jazz liðið í nótt. Hafði misst af sextán leikjum vegna meiðsla en skoraði 25 stig á 26 mínútum. AP/Rick Bowmer Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021) NBA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021)
NBA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira