Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar Valgerður Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 23:09 Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum. Það er undarlegt að þrátt fyrir sögulegt tekjugóðæri á síðustu árum þá var ekkert bætt í viðhald á skólahúsnæði. Vissulega var það ákveðið strax eftir hrun að draga úr öllu er við kom rekstri borgarinnar en það er undarlegt að ekki hafi verið fyrir löngu síðan hafinn stórsókn í viðhaldsmálum sem búið er að vanrækja frá efnahagshruninu. Því er það ekkert óvænt að upp komi mygla í húsnæði sem Reykjavíkurborg á. Fossvogsskóli Börn hafa verið að veikst alvarlega í Fossvogsskóla. Í annað sinn hefur orðið að flytja þau úr skólahúsnæðinu, núna voru þau flutt upp í Grafarvog. Því miður var það þó þannig að þegar þangað var komið reyndist líka vera mygla í því húsnæði og gera varð töluverðar lagfæringar á því áður en börn úr Fossvogsskóla gátu hafið þar nám. Þrátt fyrir viðgerðir þar þá finna sum börn fyrir einkennum myglu. Nú hefur komið í ljós að ráðast þarf í mjög umfangsmiklar viðgerðir á Fossvogsskóla og börn úr Fossvogi munu því ekki geta snúið aftur í Fossvogsskóla í bráð. Alvarlega veik börn Það er augljóst að margra ára uppsafnaður skortur á viðhaldi hefur haft gríðarlegar afleiðingar við vitum ekki hvaða áhrif veikindi þessara barna munu hafa á þau til framtíðar, starfsfólk hefur verið að veikjast og mikla peninga þarf að setja í viðhald á leik- og grunnskólum til þess að gera þá heilnæma. Jafnvel Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu við að tryggja þurfi viðhald. Óháðar úttektir og skýrir verkferlar Sjálfstæðismenn hafa verið að leggja það til að gerðar verði úttektir af óháðum aðilum á leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er einnig furðulegt að engir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur mygla í húsnæði á vegum borgarinnar. Nú hefur í tvígang aftur greinst mygla í skólahúsnæði sem hafði verið lagfært, Fossvogsskóla og leikskólanum Kvistaborg. Búið var að lagfæra báðar þessar byggingar en samt greinist aftur mygla í þeim, hvernig má það vera? Meirihlutinn ræður ekki við verkefnið Það er orðið ljóst að meirihlutinn í Reykjavík ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla eða í Kvistaborg heilsusamlegt vinnuumhverfi. Skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Vandi meirihlutans í Reykjavík er mikill og það er hann sem þarf að svara fyrir það hvers vegna svona er unnið. Það eru þau sem bera ábyrgð á málefnum leik- og grunnskóla Reykjavíkur. Það að upp sé að koma mygla og börn að veikjast alvarlega eigum við alltaf að taka á af fullum þunga og ekki draga lappirnar í mörg ár með viðgerðum sem eru ófullnægjandi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun