Handbolti

„Á ég að reyna selja úr­slita­keppnina eða segja það sem mér finnst?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Menn léttir í stúdíóinu.
Menn léttir í stúdíóinu. vísir/skjáskot

Lokaskotið var á sínum stað er Seinni bylgjan gerði upp næst síðustu umferðina í Olís deild karla sem fór fram á mánudag.

Í lokaskotinu var rætt um hvort að deildarmeistarar Hauka væru ósigrandi og hvaða lið í deildinni væri það hættulegasta fyrir úrslitakeppnina.

„Á ég að reyna selja úrslitakeppnina eða segja það sem mér finnst?“ sagði Theódór Ingi Pálmason annar sérfræðingur þáttarins.

„Mér finnst ólíklegt að eitthvað lið eigi séns í þá. Þeir eru langbestir en þetta fyrirkomulag á úrslitakeppni er að þeir eru fleiri lið sem geta skákað þeim,“ en leikið verður heima og heiman, eins og í Evrópukeppni, í stað seríu.

„Það sem mér finnst skrýtið; ætla þau ekki að keppa við Haukana? Fyrir mér geta Valur, FH, ÍBV og Selfoss slegið út Haukana. Ef þeir eiga einn lélegan hálfleik í tveimur leikjum, þá getur það verið nóg,“ sagði Einar Andri Einarsson.

„Menn þurfa að hafa trú á þessu. Haukarnir hafa spilað einn spennandi leik í þrjá eða fjóra mánuði mánuði. Það er langt síðan þeir voru undir pressu,“ bætti Einar Andri við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×