Handbolti

Bjarki Már skoraði níu í tapi Lem­go og læri­sveinar Guð­mundar biðu af­hroð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Níu mörk Bjarka dugðu ekki til í kvöld.
Níu mörk Bjarka dugðu ekki til í kvöld. Uwe Anspach/Getty Images

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld. Tvö þeirra máttu þola tap.

Bjarki Már Elísson var líkt og svo oft áður markahæstur í liði Lemgo er liðið tapaði gegn toppliði Kiel á heimavelli í kvöld, lokatölur 30-25 gestunum í vil.

Bjarki Már skoraði níu mörk í leiknum og var markahæstur allra á vellinum. Það dugði því miður ekki til að þessu sinni en toppliðið reyndist mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik.

Þá tapaði Melsungen með 16 mörkum gegn Flensburg. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað í liði Melsungen. Alexander Petersson, sem gengur til liðs við Melsungen í sumar, skoraði þrjú mörk í liði Flensburg.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar eru í 8. sæti með 32 stig að loknum 30 leikjum. Lemgo er með 10. sæti með 31 stig en Flensburg er í 2. sæti með 53 stig, tveimur minna en topplið Kiel. Flensburg á hins vegar leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×