Magdeburg gaf tóninn með að skora þrjú fyrstu mörkin og eftir það litu þeir aldrei til baka.
Þeir voru 15-8 yfir í hálfleik en eftir áhlaup Berlínarliðsins varð munurinn að endingu þrjú mörk, 28-25.
Ómar Ingi Magnússon átti enn einn frábæra leikinn fyrir Magdeburg. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur ásamt Tim Hornke hjá Magdeburg.
European Champions Cup/EHF Champions League: 1977/78, 1980/81, 2002
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 23, 2021
EHF Cup/EHF European League: 1998/99, 2000/01, 2006/07, 2020/21@SCMagdeburg has now won at least one European competition in five different decades!#handball
Gísli Þorgeir Kristjánsson er á meiðslalistanum hjá Magdeburg en frábær árangur hjá íslensku landsliðsmönnunum í Evrópukeppninni.
Rhein-Neckar Löwen hirti þriðja sætið í úrslitakeppninni í Mannheim eftir 32-27 sigur á Wisla Plock. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen.