Handbolti

Frábær endurkoma hjá Bjarka og félögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu á HM í handbolta fyrr á þessu ári.
Bjarki Már í leik með íslenska landsliðinu á HM í handbolta fyrr á þessu ári. EPA-EFE/Khaled Elfiqi

Lemgo kom til baka gegn Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta nú rétt í þessu. Lokatölur 26-26 eftir magnaða endurkomu Lemgo.

Gestirnir í Göppingen byrjuðu leikinn mun betur og voru sex mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 9-15. Heimamenn fundu taktinn seint í síðari hálfleiks og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin í blálokin. 

Lokatölur 26-26 eftir frábæran endasprett heimamanna.

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk í liði Lemgo á meðan Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað hjá Göppingen.

Göppingen er í 5. sæti deildarinnar með 38 stig en Lemgo er í 10. sæti með 29 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.