Spenntur fyrir að fara á Egilsstaði eftir að hafa búið nánast alla ævina í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:32 Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson munu þjálfa Hött í sameiningu. vísir/sigurjón Einar Árni Jóhannsson segir að þeim Viðari Erni Hafsteinssyni hafi lengi rætt um það að starfa saman. Það gerist á næsta tímabili en Einar Árni hefur verið ráðinn þjálfari Hattar við hlið Viðars. Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira