Orkan úr óþefnum! Daði Geir Samúelsson skrifar 18. maí 2021 10:00 Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna stingandi skítalykt læðast að vitum manns sem veldur oft mikilli ónotatilfinningu og jafnvel ógleði. Held að flestir kannist nú við það ef lyktarskynið er í lagi. En í hvert skipti sem ég finn þessa lykt þá hugsa ég: „Af hverju virkjum við ekki þessa orku?“ Þessari lykt fylgir oft mjög orkumikil gastegund sem kallast metan og metan má nýta sem orkugjafa. Þess skal þó geta að metangasið sjálft er lyktarlaust og myndast við rotnun lífrænna leyfa við loftfirrtar aðstæður, en er ansi oft fylgifiskur þar sem skítalykt er að finna. Með því að safna saman metani sem myndast víðs vegar í okkar samfélagi, frá sorphaugum, rotþróm, fjósum, fjárhúsum, svínabúum og fleiri stöðum mætti búa til verðmætan orkugjafa fyrir Ísland. Hægt er að nýta það til að keyra áfram vörubíla, rútur og auðvitað heimilisbílinn. Ekki nóg með að vera kominn með innlendan orkugjafa með því að fanga metanið heldur erum við að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Metan er nefnilega mjög skaðleg gróðurhúsalofttegund og er talin vera um 21 sinnum skaðlegri heldur en sameind af koltvísýringi. Með því að brenna metan brotnar það niður í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins. Ungt Framsóknarfólk samþykkti á sambandsþingi sínu haustið 2020 ályktun um að leggja ætti áherslu á að safna metani og nýta sem orkugjafa þjóðinni til heilla. Næst þegar þú finnur skítalykt hugsaðu; þarna er óbeisluð orka sem við ættum að nýta til að gera okkar samfélag sjálfbærara og umhverfisvænna. Höfundur er frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun