Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 19:36 Hátt í fimmtán ár eru frá því að Guðmundur óskaði eftir leyfi til niðurrifs. Þá var húsið að þolmörkum komið og miklar rakaskemmdir hafa fundist. Heimildin fékkst hins vegar aldrei og húsið fékk að grotna niður og er nú algjörlega ónýtt. Vísir/Arnar Halldórsson Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“ Reykjavík Húsavernd Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira