Handbolti

Ómar Ingi skoraði sex í óvæntu tapi Magdeburg gegn Leipzig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sex mörk Ómars Inga dugðu ekki til í dag.
Sex mörk Ómars Inga dugðu ekki til í dag. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg töpuðu óvænt gegn Leipzig í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sex mörk, en það dugði ekki til og þeir þurftu að sætta sig við naumt eins marks tap, 34-33.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en undir lok hálfleiksins náðu gestirnir ágætis forskoti. Leipzig breytti þá stöðunni úr 11-11 í 15-11 og héldu fjögurra marka mun út hálfleikinn.

Magdeburg skoraði svo fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiksins og jöfnuðu metin þegar nóg var eftir.

Leipzig náðu þó hægt og bítandi að auka forskot sitt aftur og þegar stutt var til leiksloka voru þeir aftur komnir með fjögurra marka forskot.

Þá kom annað gott áhlaup frá Magdeburg og þeir náðu að jafna í 33-33 undir lok leiksins.

Það voru þó gestirnir sem skoruðu seinasta mark leiksins og unnu sterkann eins marks sigur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.