„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2021 17:15 Lovísa Thompson var ánægð með sigurinn en býst við hörkuleik næsta sunnudag. vísir/hulda margrét „Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita