Lífið

Brá þegar hún leit í spegilinn og áttaði sig ekki strax á eineltinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinunn og Bjarni ræddu saman á rúntinum. 
Steinunn og Bjarni ræddu saman á rúntinum. 

Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi í síðustu viku og eru það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.

Annar gesturinn er tónlistarmaðurinn Steinunn Eldflaug Harðardóttir og ræða þau um allt milli himins og jarðar á rúntinum.

Steinunn sem er þekkt fyrir að vera mjög skrautleg í klæðnaði og öðruvísi að vissu leyti en í þættinum segir hún frá því þegar hún prófaði að fitta inn í boxið, aflitaði hárið, fór í ljós og fór þessa hefðbundnu leið í útliti. 

Steinunn segir að það hafi verið mjög skrítin tilfinning og brá henni alltaf þegar hún horfði í spegil.

Steinunn ræðir einnig um einelti sem hún varð fyrir á yngri árum en átti sig ekki almennilega á því fyrr en eftir á.

Bjarni og Steinunn kíktu í heimsókn til Siggu Kling sem spáði fyrir þeim en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

Klippa: Brá þegar hún leit í spegillinn og áttaði sig ekki strax á eineltinuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.