Bjarnargreiði í góðri trú Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. maí 2021 14:09 Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar