Körfubolti

Flugeldasýning hjá Curry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steph Curry var sjóðandi í nótt.
Steph Curry var sjóðandi í nótt. Lachlan Cunningham/Getty Images

Steph Curry var magnaður í liði Golden State Warriors sem rúllaði yfir Oklahoma í NBA körfuboltanum í nótt en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt.

Með sigrinum hélt Warriors sér í áttunda sæti vesturdeildarinnar en Curry gerði sér lítið fyrir og skoraði 49 stig í öruggum 136-97 sigri Warriors.

Þetta er í sjöunda sinn á leiktíðinni sem Curry setur niður tíu þrista eða meira og í fimmta skipti í síðustu fimmtán leikjum. Hann er semsagt að hitna.

Warriors á fjóra leiki eftir í deildinni, til þess að halda sér í úrslitakeppnissæti, en þeir eiga erfiða leiki á mánudag og þriðjudag er þeir mæta Utah Jazz og Phoenix Suns í mikilvægum leikjum.

Brooklyn Nets vann sinn fyrsta leik í síðustu fimm leikjum er þeir höfðu betur gegn Denver, 125-119, en fyrir leik næturinnar hafði Brooklyn tapað fjórum leikjum í röð.

Kevin Durrant átti góðan leik fyrir Brooklyn. Hann gerði 33 stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Denver var Nikola Jokić með 29 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Washington - Indiana 133-132 (eftir framlengingu)

Detroit - Philadelphia 104-118

Memphis - Toronto 109-99

Brooklyn - Denver 125-119

Oklahoma City - Golden State 97-136

San Antonio - Portland 102-124

Houston - Utah 116-124


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×