Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:45 Arnar Guðjónsson var alls ekki sáttur er hann mætti í viðtal að leik loknum. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00