Handbolti

Bjarki marka­hæstur í sigri og sótt­kvíin hafði ekki á­hrif á Arnór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.
Bjarki Már fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Slavko Midzor/Pixsell/MB Media/Getty Images

Bjarki Már Elísson var markahæstur í sigri Lemgo á HSG Wetzlar, 27-21, er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fimm mörk í kvöld en hann hefur leikið á als oddi í liði Lemgo sem er í níunda sæti þýsku deildarinnar. Wetzlar er í sjötta sætinu.

Bergrischer mætti út á handboltavöllinn aftur eftir fjórtán daga sóttkví í dag en liðið lét það ekki slá sig út af laginu og vann tíu marka sigur á Essen, 32-22.

Arnór Þór skoraði sjö mörk fyrir Bergrischer sem er í sjöunda sætinu. Essen er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Göppingen og Flensburg gerðu jafntefli, 28-28, í Íslendingaslag en Gunnar Steinn Jónsson og Alexander Petersson komust ekki á blað.

Gunnar og Göppingen eru í fimmta sætinu en Flensburg og Alexander í öðru sætinu, með jafn mörg stig og topplið Kiel.

Það var einnig Íslendingaslagur í danska boltanum er Skjern og Álaborg gerðu jafntefli en sá leikur endaði einnig 28-28.

Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað en Skjern er í þriðja sæti í meistarakeppnisriðlinum. Álaborg er á toppnum með sjö stig en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×