Félag atvinnurekenda flaggar röngu tré… enn einu sinni Erna Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2021 15:31 Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun