„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 12:00 Hákon Daði Styrmisson hefur raðað inn mörkum í Olís-deildinni í vetur. Mörkin eru alls orðin 138 en enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað meira. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson. „Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“ Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira