Um orðræðu, raddir geðveikra, einhverfu og ADHD Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:00 Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar