Handbolti

Ís­land komið á EM eftir sigur Portúgals

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron og félagar verða á EM í janúar, enn eitt árið.
Aron og félagar verða á EM í janúar, enn eitt árið. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Ísland er komið á Evrópumótið í handbolta karla 2022 en þetta varð ljóst eftir sigur Portúgals á Ísrael í kvöld.

Íslenska liðið tapaði fyrr í dag fyrir Litáen á útivelli en fyrir leikinn var búist við öruggum sigri íslenska liðsins.

Eftir 41-29 sigur Portúgals í Ísrael er hins vegar ljóst að íslenska liðið mun leika á EM í janúar sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Portúgalar er með átta stig, Ísland sex, Litáen fjögur og Ísrael tvö er ein umferð er eftir í riðlinum.

Erlingur Richardsson og lærisveinar í Hollandi unnu góðan sigur á Tyrklandi, 32-24, en leikið var í Tyrklandi.

Með sigrinum er Holland með sjö stig í riðli fimm, með jafn mörg og Slóvenía, en í þriðja sætinu er Pólland með fjögur.

Pólland og Slóvenía mætast þegar þetta er skrifað en Tyrkland er án stiga. Eftir þann leik eiga liðin einn leik eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×