Gjörbreyting á virkni laga um fjöleignarhús Óli Jón Gunnarsson skrifar 29. apríl 2021 13:30 Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun