Gjörbreyting á virkni laga um fjöleignarhús Óli Jón Gunnarsson skrifar 29. apríl 2021 13:30 Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar