Körfubolti

NBA dagsins: Sluppu við neyðarlegt met, Antetokounmpo í ham og Doncic varpaði skugga á Curry

Sindri Sverrisson skrifar
Giannis Antetokounmpo skýtur yfir Devonte' Graham og Cody Martin í sigrinum gegn Charlotte.
Giannis Antetokounmpo skýtur yfir Devonte' Graham og Cody Martin í sigrinum gegn Charlotte. AP/Chris Carlson

Grikkinn Giannis Antetokounmpo og Slóveninn Luka Doncic fóru á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Í NBA dagsins hér á Vísi má sjá frábær tilþrif úr sigri Giannis og félaga í Milwaukee Bucks á Charlotte Hornets. Þar eru einnig svipmyndir úr uppgjöri Doncic og Stephen Curry, þar sem Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors 133-103, og úr afar langþráðum 119-115 sigri Oklahoma City Thunder á Boston Celtics.

Klippa: NBA dagsins 28. apríl

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig í sigri Milwaukee, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þannig kom hann í veg fyrir að Charlotte næði þriðja sigrinum í vetur gegn Milwaukee sem er að verða öruggt um heimavallarrétt í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar.

Doncic skoraði 39 stig fyrir Dallas og hélt Curry í skugganum. Curry skoraði reyndar 27 stig en sagði eftir leik að hreinlega allt hefði farið úrskeiðis hjá Golden State.

Oklahoma City Thunder tókst svo að koma í veg fyrir að setja skelfilegt met. Liðið vann Boston Celtics 119-115 en tap hefði þýtt 15 töp í röð og félagsmet hjá Oklahoma.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.