Viðskipti innlent

Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play og forstjóri þar til Birgir Jónsson var ráðinn á dögunum.
Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum Play og forstjóri þar til Birgir Jónsson var ráðinn á dögunum. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram hefur komið að stærstu hluthafarnir eru Fea, eignarhaldsfélag Skúla Skúlasonar, með 21,25% hlut, og Birta lífeyrissjóður með 12,55% hlut. Þar á eftir kemur fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, með 11,86% hlut.

Stoðir eiga 8,37% hlut og þrír sjóðir frá Akta eru samanlagt með 11,2% hlut í félaginu. Tryggingafélagið VÍS á 1,7% hlut.

Þetta eru sextán stærstu hluthafar Play. Aðrir hluthafar eiga samanlagt rúm 10%.

Viðskiptablaðið greindi frá því nýlega að á aðalfundi Play þann 12. apríl hefði verið samþykkt að hækka hlutafé með með því að breyta skuld félagsins við Fea. Starfsemi flugfélagsins hefur verið fjármögnuð af félagi Skúla. Fjármögnunin fór fram með tíu milljón dala vaxtalaustri lánveitingu.

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, var á dögunum ráðinn forstjóri flugfélagsins sem enn á eftir að fara í sína fyrstu flugferð.


Tengdar fréttir

Forstjóri Play: „Þetta verður erfitt, flókið og hratt“

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist aldrei hafa verið „eins spenntur fyrir neinu á ævinni og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.“ Félagið býr sig nú undir að hefja starfsemi og er um þessar mundir meðal annars auglýst eftir framkvæmdastjórum fjármálasviðs og sölu- og markaðssviðs.

Fiskisund og Birta í hópi stærstu hluta­hafa Play

Fjárfestingafélagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson fjárfestir fer fyrir, og lífeyrissjóðurinn Birta verða í hópi þriggja stærstu hluthafa Play í kjölfar nýafstaðins hlutafjárútboðs hins verðandi flugfélags.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
4,07
11
471.595
KVIKA
3,45
26
594.413
ORIGO
3,39
8
37.855
REITIR
2,82
13
613.225
FESTI
1,98
5
178.310

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,77
1
280
ISB
0
51
1.053.218
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.